5.28.2004

Það er ótrúlegt hvað vorið hefur góð áhrif á sálina. Smá göngutúr úti í náttúrunni, sólskin, grænn gróður og lykt af vori í loftinu hefur þau áhrif að andinn lifnar við og sköpunargleði eykst. Þessa stundina er ég að búa til kort, styttur og kertastjaka. Af ástæðum sem ég fer ekki út í hérna hefur sálin mín og mitt eðli (eðli sköpunar) legið í dvala. Þegar svo er komið fyrir manni er mikilvægt að skipta um umhverfi og kanna hvað það er sem hindrar hið innra sjálf í að njóta sín og gera róttækar breytingar. Fá sér svo góðan göngutúr og reyna að sjá fegurðina í einföldustu hlutum.

1 Comments:

At 6:30 e.h., Blogger Hugrun said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature