Það var einn daginn í vor að kennari minn spurði (man reyndar ekki hver þeirra, en geri ráð fyrir að það hafi verið sálfræðikennarinn frekar en íslenskukennarinn...og þó...) af hverju við værum að læra sálfræði. Ég svaraði því að ég hefði óbilandi trú á sjálfri mér í að hjálpa öðrum.
Nú þegar tæplega þriðjungur af námi mínu til BA gráðu í sálfræði er að baki er ég þegar komin með biðlista!! Ég vissi að það væri þörf á sálfræðingum, en mig grunaði ekki að þörfin væri svona gríðarleg (fór að taka niður pantanir löngu fyrir jól!!) Og ég ekki einu sinni búin að gera það upp við mig hvort ég ætla í klíníska sálfræði eða eitthvað allt annað eins og listmeðferð (art therapy) eða barnasálfræði. Kannski ég taki þetta bara allt saman og samnýti þetta í einhverja huggulega stefnu ;)
Ég er allavega komin með útbreiddan bekk hérna á bloggið mitt og vil ég bjóða hverjum sem er að leggjast á bekkinn og úthella yfir mig öllum sínum áhyggjum og vandamálum og ég mun gera mitt besta til að hjálpa, ykkur að kostnaðarlausu...til að byrja með allavega ;)
Ykkur er það frjálst hvort þið tjáið ykkur hér á kommentakerfið eða hvort þið sendið mér email á hugrun@gmail.com
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home