Dagdraumar eru stórhættulegir. Það er nefnilega mjög auðvelt að festast í þeim og komast ekki út aftur...hverfa svo djúpt í myrkviði eigin huga að maður kemst ekki út, hættir að gera greinarmun á draumi og veruleika og endar á geðveikrahæli talandi um og við fólk sem er ekki til.
..:: I am a daydreamer and a daydream believer ::..
Ég á það til að detta niður í dagdrauma um ólíklegustu málefni...sem betur fer hef ég ekki fest mig ennþá; einhverra hluta vegna (kannski bara heppni) rata ég alltaf út aftur. Verstu dagdraumarnir eru þegar maður er farinn að rífast við einhvern á fullu og sá hinn sami er farinn að særa mann á móti. Þá er tími til kominn að líta upp og í kring um sig, draga djúpt andann og hætta þessum dagdraumum. Hins vegar eru bestu dagdraumarnir þar sem maður finnur ást og hamingju, þetta eru spennandi draumar og maður er alltaf einhvernveginn með hálfvita glott á andlitinu, eins og maður einn viti eitthvert merkilegt leyndarmál, sem er í raun satt og rétt...það á sér bara ekki stoð í raunveruleikanum.
Langbest er hinsvegar þegar manni tekst að láta dagdraumana rætast. Ég stefni að því markmiði...vandamálið er það að ég er svo óþolinmóð, en til þess að það sé hægt þá verð ég að fara hægt í sakirnar, taka einn dag í einu í nokkra mánuði. Úff...óþolinmæðin er að fara með mig stundum. En þá er líka best að gera það sama og með vondu dagdraumana, lita upp og í kring um sig, draga andann djúpt og fara að gera eitthvað gagnlegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home