Jæja...í beinu framhaldi af skrifunum áðan...
Ég semsagt hlóð inn fullt af tónlist inn á spilarann minn til að hafa e-ð hvetjandi í ræktinni, það vildi ekki betur til en svo að um það leyti þegar ég var að verða búin að skipta um föt þá voru batteríin búin...ekki nóg með það heldur hafði ég líka gleymt öðrum skónum heima!! Jæja, ég ákvað bara að drífa mig á sokkunum og vera bara dugleg að lyfta og gera magaæfingar...sem ég gerði :D
Dreif mig svo heim og komst að því að fjárhagsstaðan er verri en ég hélt, er víst búin að vera aðeins of dugleg að eyða upp á síðkastið. Og ég sem ætlaði að drífa mig í að borga þetta tryggingagjald upp á 85 þúsund kall til að tryggja okkur íbúðina!! En eftir vandlega umhugsun komst ég að því að það þýðir ekkert að kvarta, ég er búin að vera að nota lán sem átti að duga fyrir eina önn á tæpum tveimur önnum, sem er nokkuð gott. Andri á svo eftir að borga mér til baka helminginn af tryggingunni, ég fæ barnabætur í júní og reglulegt meðlag þangað til. Þannig að þetta ætti að sleppa nokkuð vel. Þannig að ég er búin að borga þetta blessaða tryggingagjald.
Svo kíki ég inn á bloggið hjá mér og sé svona líka upplífgandi skilaboð frá henni Urði fyrrverandi vinnufélaga á DV :D Og nú er sólin farin að skína aftur...það er svo sem ekkert að gera skapið verra að ég missti af félagsvísindatorginu því það var klukkan 12 í dag en ekki klukkan hálf fimm eins og stendur á stundaskránni...hmmm...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home