Úff!!! Þetta var nú meiri helgin...
...nú? Á ég að segja ykkur frá því líka??!!
Jæja, ok þá!! Komum til Reykjavíkur í skítakulda...sem raunar skiptir ekki miklu máli, fyrir utan það að það er bilaður einn ofninn heima hjá Andra mínum...með þeim afleiðingum að hann lekur, sem leiðir til þess að hann skrúfar niður í öllum ofnum svo hitastigið er rétt yfir frostmarki inni hjá honum. Eftir smá tuð og nöldur tókst okkur mæðgum að fá hann til að lána okkur ullarsokka og hækka pínulítið í ofnunum, þó var ekki orðið almennilega líft þarna inni fyrr en á laugardeginum. En við erum sannar norðlenskar stúlkur og látum svona ekki hafa áhrif á okkur, ...smá kuldi drepur engann skal ég segja ykkur. :)
Nóg um það, á föstudagsmorguninn fórum við í IKEA og versluðum feitt...fullt af engu og einn barnastól svo að Alexandra geti borðað í friði fyrir okkur fullorðna fólkinu. Fórum svo heim eftir að ég hafði boðið þeim út að borða í IKEA (í tilefni bóndadagsins sko). Eftir hádegi fórum við í Kringluna og eyddum allt of löngum tíma þar í að gera mestmegnis ekki neitt...jú, ég keypti bakpoka fyrir lappann minn og fékk 256MB USB lykil í kaupbæti...góð kaup það. Auðvitað keypti ég blóm fyrir bóndann og svo settumst við inn á Café Bleu til að hvíla okkur fyrir heimferðina...
Til að gera langa sögu stutta fékk ég svo ælupest þegar heim var komið úr Kringlunni...held að það hafi verið menningarsjokk. Var ekki viðræðuhæf fyrr en á sunnudeginum, eyddi laugardeginum í að sofa. Heimsóttum Steinu, ömmu hennar Alexöndru og langamma hennar kom líka í heimsókn. Það var rosalega gaman þar til ég komst að því að mér leið ekkert sérlega vel. Andri kom þá og sótti okkur og notaði tækifærið og heilsaði upp á Steinu. Það var svolítið skrýtið að kynna kærastann fyrir fyrrverandi tengdamömmu...en gekk ótrúlega vel. Eyddi restinni af deginum í ekki neitt. Eyddum kvöldinu í að gera ekki neitt.
Mánudagsmorguninn fór í að pakka niður.
Kom heim í dag, flugið yfir Eyjafirðinum var óvenju mikið skrykkjótt...ég sagði Alexöndru bara að flugvélin væri að hoppa, þannig að í hvert skipti sem flugvélin tók dýfu og allir farþegarnir tóku andköf þá sagði Alexandra "Vííí" og hló og hló. :D
Þrátt fyrir frekar misheppnaða helgi þá var hún ótrúlega góð, Andri stjanaði við okkur eins og við værum eðalbornar, sem við auðvitað erum ;) Lovjú!!
Mottó dagsins er frá Celine Dion..sem er svo sem ekkert sérstaklega í uppáhaldi hjá mér...hún er svo sem ágæt greyið, en ekki alveg mín tónlist...allavega þá er mottóið:
"Don't give up on your faith, love comes to those who believe it, and that's the way it is"
2 Comments:
"Eftir smá tuð og nöldur tókst okkur mæðgum að fá hann til að lána okkur ullarsokka og hækka pínulítið í ofnunum, þó var ekki orðið almennilega líft þarna inni fyrr en á laugardeginum"
Heyrðu kelling! Það er sko haugalygi að það hafi þurft að tuða í mér yfir þessu! Í fyrsta lagi þá hækkaði ég eins og hægt var miðað við aðstæður ÁÐUR en þið komuð og í öðru lagi fékkstu ullarsokkana góðu strax og þú baðst um þá, sem NB! var ekki fyrr en þú varst búin að æla upp einu lunga.
Get your facts straight haddna! Urrr!
En þú ert samt sæt, haddna... sæti lygarinn þinn!
Æi, þú ert svo sætur, ég hef greinilega verið með óráði þarna hjá þér fyrst ég man þetta ekki betur. Luvja :D
Skrifa ummæli
<< Home