3.29.2005

Jæja, var að taka enn eitt prófið á netinu...gott til að koma manni í gang þó svo þetta sé yfirleitt argasta bull.

Niðurstöðurnar voru á þá leið að ég aðhyllist mest Islam.

Já...þetta er nú bara nokkuð nálægt því, þar sem bahá'í trúin er líkust Islam af þeim trúarbrögðum sem við þekkjum. Það er náttúrulega komið til af því sem kallað er af bahá'íum "stighækkandi opinberun". Í stuttu málið er það hugmyndin um að það sé bara til einn Guð og í gegn um tíðina hafi Hann sent okkur nokkra spámenn, á mismunandi tímum eftir því sem mannkynið þroskast. Þetta er ein meginástæðan fyrir því að trúarbrögðin eru svona keimlík, þau koma frá sama grunni. Þetta má líka sjá í því að þau eru bókstaflega byggð hvert á öðru, kristnin á gyðingdómi, islam á kristninni og bahá'í trú á islam. Fyrir þá sem eru forvitnir vil ég benda á annað próf sem er töluvert betra því það hefur fleiri möguleika. Hér eru niðurstöðurnar sem ég fékk úr því prófi:

According to the SelectSmart.com Belief System Selector, my #1 belief match is Bahá'í Faith .
What do you believe?
Visit SelectSmart.com/RELIGION

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature