4.14.2005

Akkúrat þegar ég var gjörsamlega andlega búin að vera eftir verkefnavinnu síðustu daga var hringt í mig og mér boðið að koma á fyrirlestur um Upphaf Alheimsins. Fyrst var ég ekki alveg viss um að það væri á bætandi að hlusta á svona djúpar hugleiðingar...en eftir smá umhugsun ákvað ég að skella mér.

OG VÁ!!! Þvílík andleg upplyfting! Kannski trúið þið mér ekki, (kannski Keli ef þú hefur heyrt fyrirlesturinn hans Steina) en þetta var mjög skemmtilegt. Fyrirlesturinn fjallaði meðal annars um kvarka og toppkvarka, Einstein, Hawkins og Guð. Ég hef farið á þennan fyrirlestur einu sinni áður fyrir nokkrum árum og var svo uppnumin af honum að ég hef ekki getað hætt að hugsa um hann síðan. Allavega...ég bauð mig fram til að endurvinna glærurnar hans Steina, bæði til að gera honum greiða og svo ætla ég að vera lærimeistarinn hans í leiðinni :D

...og það er ekki að spyrja að því, ég kom svo rosalega endurnærð heim að ég get loks hellt mér af fullum krafti aftur í verkefnavinnuna...ekki seinna vænna að drífa af fyrirlesturinn í sálfræði fyrir morgundaginn.

Bless í bili elskurnar...

P.s. Vissuð þið að aðalmaðurinn bak við mismunandi leturgerðir hjá Microsoft, og hugsanlega eini Dr. í skrift í heiminum er íslenskur og heitir Gunnlaugur Briem?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature