4.18.2005

Má maður vera þreyttur!!! Jæja, ég skal þá blogga núna!

Hér er fullt að gera og auðvitað var dagmamman veik í dag. En það kom ekki að sök því mamma fór ekki að vinna fyrr en klukkan eitt svo ég gat farið í skólann. Þær komu svo og sóttu mig í hádeginu, Alexandra svona fín með gul sólgleraugu og voffann sem Amma Dísa gaf henni. Skutlaði ömmunni í vinnuna og Allý sofnaði í bílnum á meðan. Ég notaði tækifærið og sótti um vinnu á meðan og fékk á fimm mínútum :D

Já það er ekki að spyrja að því...ekki unnið síðan september 2003 (glöggir lesendur ættu að fatta afhverju) sem þýðir að ég hef ekki sótt um vinnu síðan í ágúst 2002!! En jæja, svona er þetta nú víst. Já, btw...ég byrja í vinnunni á föstudagsmorguninn og verð að vinna núna um helgina...við að skúra í Borgarbíói hjá þeim Sigga og Jóa.

Fór svo í ræktina í dag og stóð mig vel, kannski fullvel í bakæfingunum samt, verð að fara vel með bakið mitt :/

Anyways...vakna snemma á morgun og læra á fullu, próf á miðvikudaginn, fyrirlestur á föstudaginn (eftir vinnu), ritgerð á mánudaginn og fleira og fleira.

Jæja, best að hringja í kallinn og fara svo að sofa :)

*kyssogknús* til ykkar allra og góða nótt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature