Jæja...það hefur verið frekar rólegt á kommentunum undanfarið...býst við því að það sé nú bara mér sjálfri að kenna því fólk er greinilega eitthvað að kíkja...ég get séð það á teljaranum neðst á síðunni...ég áætla að ég sé að fá tæplega 100 heimsóknir á viku... HVAÐA FÓLK ER ÞETTA EIGINLEGA...ekki nema allir mínir þrír aðdáendur séu svona desperate á spekina mína að þeir séu að tékka 5 sinnum á dag - það gæti nú svo sem vel verið ;)
Jæja, sumarið ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér hér á landinu bláa...mér finnst þetta nú ekki góð landkynning sko...bið þá sem eru í sambandi við veðurguðina að kippa þessu í lag, við þurfum nefnilega á öllu því jákvæða að halda sem við mögulega getum spilað fram þessa dagana...í landkynningunni allavega.
Það er komin inn ný speki vikunnar...ég er að hugsa um að hafa þetta getraun vikunnar líka. Spurningin er: Hvaðan er þessi setning tekin? Ég lét fylgja með nafn persónunnar sem sagði þessi orð og það eina sem ég vil segja ykkur er að hún gæti verið lífs eða liðin, nú eða bara uppdiktuð persóna. LÁTIÐ ENDILEGA Í YKKUR HEYRA...giskið eins oft og þið viljið :D
Bless í bili elskurnar mínar...skrifa meira seinna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home