Jæja, nú styttist í endalokin...á verkefna/prófatörninni sko...ekki heiminum. Vá...síðustu tvær vikur hafa verið eins og 2 mánuðir, ekki það að tíminn hafi verið svona lengi að líða, heldur þegar ég hugsa til baka um allt sem ég hef áorkað, allt fólkið sem ég hef kynnst (on-line og off-line) og það allt saman þá finnst mér ótrúlegt að það sé ekki liðinn lengri tími...ég er enn að reyna að átta mig á sumu sem ég hef upplifað og heyrt...aðallega að tala um variety of confessions from several different ppl. Anyways, ég bauð upp á þetta...ég er víst að þykjast ætla að vera sálfræðingur...say no more, your sectrets are safe with me :D
Vorið er í loftinu, þrátt fyrir smá kuldakast núna. Túlípanarnir í garðinum sprungu út löngu áður en sumardagurinn fyrsti kom. Krókusarnir eru komnir af stað líka og nú má jafnvel sjá fagurfífla og burkna byrja að gægjast upp. Já, fyrir þau sem ekki vita er garðurinn hjá pabba og mömmu sá fallegasti í götunni og þó víðar væri leitað. Í honum má finna m.a. 4 mismunandi rósarunna, túlípana, krókusa, blóðbeyki (venjulegt og hengiblóðbeyki innflutt frá Danm.), sírenur, jarðaber, kartöflur, gulrætur, sólber, rifsber, salat, graslauk og svo risastórt steinabeð neðan við garðinn með svo miklu úrvali af plöntum að gömlu hjónin vita ekki einu sinni hvað þetta allt er. Þetta er fyrir utan hina venjulegu runna, tré og algengari plöntur á borð við smjörblóm og valmúa. Ég elska garðinn þeirra.
Læt þetta duga í bili...ég sá nefnilega á teljaranum neðst á síðunni að það eru ótrúlega margir að koma í heimsókn...verð að vera dugleg að skrifa handa ykkur, þrátt fyrir að ÞAÐ KOMMENTI EKKI ALLIR. Sum ykkar eru ennþá í leynum (JÁ ÉG ER AÐ MEINA ÞIG HULDA!!!!!)
Anyways...luv y'all!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home