10.10.2005

Jæja, ég hef verið klukkuð...af Kela. Hann er búinn að vera að reka á eftir mér að skrifa, svo hér er listinn minn (hann er svolítið slappur...):

1. Ég er með lyktaráráttu. Ég elska lyktina af gúmmíi, blýöntum, hárgreiðslustofum, skóm, terpentínu, olíumálningu, grasi og fleira. Ég þoli hinsvegar illa lyktina af mörgu ilmvatninu.

2. Þegar ég var lítil þá lét ég mana mig í að brjóta rúðu. Ég hef aldrei verið eins hrædd á æfinni og þegar það var afstaðið...

3. Þegar ég var yngri þá nennti ég aldrei að læra heima því ég þurfti þess ekki í raun og veru. Nú þegar ég þarf á því að halda þá kann ég það ekki svo það er svolítið erfitt fyrir mig að halda í við hina í bekknum (en gengur samt).

4. Ég var í ofbeldissambandi í 7 ár, mjög slæmu.

5. Ég fór ekki í sturtu í morgun (en ég fór í gær, bara til að hafa það á hreinu...)

Hér með klukka ég Helgu Lind, Helgu sambýliskonu og Badda.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature