9.21.2004

Ferli náttúrunnar er ekki meðvituð um sig sjálf, skilningur á þeim krefst þess ekki að við fáum innsýn í þá merkingu sem þau leggja í sjálf sig. Ef þú vilt vita afhverju eldfjall gýs þá þarftu ekki að setja þig í spor þess til að skilja af hverju það langaði svo mikið til að gjósa. En hinsvegar ef þú ert að skoða mannlíf þá þarftu að geta sett þig í spor viðfansefnisins... þetta er náttúrulega húmanismi og ekkert annað.

2 Comments:

At 3:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Húmanismi þarf þetta ekki endilega að vera, fer eftir því hvort Guð sé inn í myndinni eða ekki. :-)

 
At 10:14 f.h., Blogger Hugrun said...

Ég átti nú ekki von á því að nokkur myndi lesa þetta, þetta voru bara glósur úr tíma þar sem við vorum að læra um Húmanisma vs. vísindasinna, pósitívisma vs. post-pósitívisma ofl. :þ Vísindasinnar (sérlega pósitívistar á árunum 1930-1960) vildu bara rannsaka það sem var hægt að mæla beint og þeir sögðu að það væri gagnslaust að mæla annað. Húmanisminn felldi þessa skoðun vísindasinna vegna þess að pósitívisminn var farinn að halda aftur af félagsvísindum :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature