Ahh...ég er rétt að ná mér niður núna eftir ferð suður um helgina. Foreldrarnir fóru á árshátíð og ég og Alexandra fengum að fljóta með. Þetta var yndisleg helgi :D
Fór meðal annars í Föndru og tók smá jólaflipp þar, Andri og Alexandra horfðu bara á barnaefnið á meðan. Svo heimsóttum við Hjördísi og Gússa sem tóku höfðinglega á móti okkur (enda höfum við Alexandra ekki komið í heimsókn í laaangan tíma) með bakkelsi og fínaríi. Á sunnudaginn buðum við Andri pabba og mömmu í afmæliskaffi, gamli orðinn 54 ára. Eitthvað var hann nú slappur eftir veisluna kvöldið áður, þannig að við Alexandra, Andri og mamma röltum bara í Kringluna og tókum smá kast í Next, keyptum föt á Alexöndru og Kristján frænda í Danaveldinu...úff...nú er að vona að Hulda syst lesi þetta ekki alveg strax, veit nefnilega ekki hvort þetta á að vera jólagjöf eða ekki!!!
Jæja, allavega þá var helgin eins og ég sagði rosalega góð og við mæðgurnar hæstánægðar með ferðina. Við bíðum bara spenntar þar til 1. des. þegar Andri kemur norður að dekra við okkur ;) WE LOVE YOU!!!
Er annars í skólanum núna, nenni ekki að gera stíl í ensku, en er í staðinn að berja saman fyrirlestur sem ég á að flytja 15. nóv.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home