11.01.2004

Ég er að átta mig smám saman á því þessa dagana hversu vel mér líður...svona yfirhöfuð allavega. Ég vaknaði í morgun alveg skelfilega þreytt, með stíflað nef, öll stíf og skökk og skelfileg. Hér áður fyrr hefði ég bara tekið mér smá veikindaleyfi og reynt að sofa þetta úr mér (ég meina, ég er búin að vera svona á hverjum morgni í tæpa viku). Ég hefði ekki meikað að takast á við lífið svona illa fyrir kölluð. Núna stekk ég á fætur og skutla dúllunni minni til dagmömmunnar og fer svo beinustu leið í skólann, jafnvel þó ég eigi ekki að mæta fyrr en tveim tímum seinna. Ég er hætt að vilja fela mig aftast og vonast til að enginn sjái mig og enginn tali við mig, ég hlakka beinlínis til að vera með í umræðunum í skólanum, jafnvel þó ég sé þreytt og úldin :D

Mér hefur aldrei liðið jafn vel og þessa undanfarna mánuði. Það er að miklu leyti einum manni að þakka, sem elskar mig fyrir það hver ég er hér og nú, með öllum mínum göllum, ekki hver ég gæti orðið, kannski, seinna, með miklu þrasi...

Takk krúttið mitt!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature