11.03.2004

Samkvæmt óopinberri könnun í bekknum mínum svöruðu 27 því játandi að þeir myndu þiggja boð um að fara í frítt fallhífarstökk, eina ferð. 24 svöruðu því neitandi. Ég var ein af þeim sem sagði já. Nú er bara að fara að safna í afmælisgjöf handa mér ;)

En það var nokkuð athyglisvert að við áttum svo að ímynda okkur hve mörg prósent fólks myndu þiggja boðið. Þeir sem svöruðu játandi töldu að 42.5% myndu svara játandi, en aðeins 31.4% af þeim sem svöruðu neitandi.

Lærdómurinn af þessu er: Margur heldur mig sig, eða með öðrum orðum þá hneigjumst við til þess að halda að aðrir séu eins og við sjálf.

4 Comments:

At 1:41 e.h., Blogger Svetly said...

..Hlú sætan...vissi ekki af þér hér í netheimum, bara gott mál, fleira áhugavert fólk að lesa og fylgjast með...æðislegt að sjá hvað þið fögru mæðgur dafnið vel!! Vertu nú dugleg að blogga stelpa...Hvað ertu annars að læra og vinna??
Urðz

 
At 10:24 f.h., Blogger Hugrun said...

Ég er að læra sálfræði á Félagsvísinda og lagadeild í HA. Engin vinna, bara einstæð móðir sem bý hjá foreldrunum... :D Hvoru tveggja stendur til að breytast í vor ;) Tíhí...

 
At 6:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sætust!!!

gaman að fylgjast með þér á netinu.. núna bætist við önnur bloggsíða sem ég heimsæki reglulega.. hehe :) hlakka til að hitta þig næs.. hvenær sem það nú verður..
kiss og knús Ína BJörg

 
At 12:17 f.h., Blogger Svetly said...

...vá margt hefur breyst...ég hlýt að hafa dottið út þarna einhverstaðar á leiðinni...heheh..."sjálfstæð" móðir...já allar breytingar eru til batnaðar, er það ekki...líst vel á þig!! Gangi þér bara ógó ógó ógó vel litlan mín....

 

Skrifa ummæli

<< Home

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature