Komin aftur eftir langa helgi.
Fór á Galakvöld sl. föstudag, með Ingu, Gígu, Sillu, Anný og Hildi, allar þvílíkt uppstrílaðar og fínar. Stelpurnar líktu mér helst við Doris Day, vantaði bara stóra silfurlitaða míkrófóninn :D Maturinn var rosalega góður, skemmtiatriðin ágæt og þá sérstaklega töframaðurinn. Við Anný, Hildur og ég fórum heim þegar ballið byrjaði...enda of gamlar fyrir svona áreiti. Var komin heim um 12:30 og fór beint í rúmið eftir sturtu...langt síðan ég hef verið svona rosalega þreytt...*geisp*
Á laugardaginn fórum við Alexandra með pabba og mömmu í smá rúnt. Við byrjuðum á að fara út í Hlíðarskóla að gefa kanínunum og hænunum. Alexandra stóð uppi á kassa og starði dolfallin á hænurnar, alveg orðlaus í svona fimm mínútur, þá allt í einu stundi hún upp: Bíbí!! Svo á leiðinni í bæinn aftur voru hún og afi hennar að æfa sig í að gagga eins og hænur. Leiðin lá næst í Blómaval, þar sem þar er líka dýrabúð. Alexandra eyddi dágóðum tíma í að dást að kanínum, hömstrum, naggrísum og páfagaukum. Einhverra hluta vegna kallaði hún allt bíbí. Þetta er kannski svolítið ruglandi með öll þessi dýr ;)
Well...verð víst að fara að læra, þarf að skila hundleiðinlegu verkefni um kynjamismunun á morgun, það er svo leiðinlegt að ég ætla ekki að segja frá því...svona ykkar vegna :D
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home