Ég var að enda við að horfa á „The Day After Tomorrow“. Það er ekki laust við að hroll setji að manni við að horfa á hana þegar atburðir síðustu daga og vikna eru hafðir í huga, bæði hér á landi og í Asíu. Ekki það að ég búist við að heimurinn fari eins og hann gerði í myndinni, heldur vakti hún upp hugsanir um hamfarir náttúrunnar á nýliðnu ári. Því fletti ég upp á netinu hvað gerst hefur á árinu 2004.
Jarðskjálftar á bilinu 5,6 á til 9 Richter skalanum voru nokkrir, flestir í Japan í október og sá harðasti eins og við vitum í Asíu nú annan í jólum.
Flóð og/eða aurskriður urðu í Mexíkó (4. maí), Dóminíska lýðveldið/Haiti (25. maí), Indlandi (12. júlí), Bangladesh (30. júlí), Kína (6. september), Panama (18. september), Vietnam (27. nóvember) og svo auðvitað í kjölfar jarðskjálftanna í suðaustur Asíu (26. desember).
Óveður svo sem fellibylir eða hvirfilvindir urðu í Kína (13. ágúst), Bandaríkjunum (13. ágúst), Grenada (8. september), Bandaríkin og Karabíska hafið (16. september), Haiti (19. september), Japan (21. október) og Filippseyjar (30. nóvember).
Á Íslandi má nefna flóð, eldgos, snjóflóð og svo minni jarðskjálfta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home