1.06.2005

Var að enda við að lesa Hvítu kanínuna eftir Árna Þórarinsson, mjög grípandi bók, byrjaði á henni um kvöldmat og gat ekki lagt hana frá mér. Annars var ég að klára að lesa í dag Lólu Rós eftir Jacqueline Wilson sem er unglingabók. Þessar tvær bækur tengjast á þann hátt að báðar fjalla á vissan hátt um ofbeldi gagnvart börnum, þó um mismunandi tegundir sé að ræða.

Þegar ég horfi á litla engilinn minn sofandi hérna við hliðina á mér get ég ekki þakkað Guði nægilega fyrir að hafa gefið mér styrk til að koma mér burt úr sambandi mínu við barnsföður minn áður en það var um seinan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature