Til að verða við óskum aðdáenda eru hér skylduskrifin, þ.e. hvernig páskarnir voru í Sódómu.
Við mæðgur keyrðum suður með tengdó á föstudeginum fyrir páska. Andri tók auðvitað vel á móti okkur eins og vanalega...og til að gera langa sögu stutta þá fóru páskarnir að mestu í það að snúllast með stubbulínu, knúsa kallinn og hitta fólk. Því miður náði ég þó ekki að hitta alla sem ég ætlaði að hitta, eins og t.d. Dísu og Petu.
Við fórum í Húsdýragarðinn með Alexöndru og hún var alveg heilluð, stundi upp öllum þeim dýrahljóðum sem hún kunni og var almennt bara ánægð með ferðina.
Andri stjanaði við okkur, eldaði mat á hverju kvöldi, fyrir utan kvöldið þegar hann reddaði pössun og bauð mér út að borða :D Það kvöld fékk ég afmælisgjöfina mína (ég á afmæli í júní) sem var glæsilegur hringur í stíl við hálsmenið og eyrnalokkana sem ég fékk í jólagjöf frá honum.
Sem sagt í stuttu máli: Þetta var yndislegur tími og við mæðgur komum endurnærðar á sál og líkama heim.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home