11.11.2005

Í gær, 12. nóvember var fæðingarhátíð Bahá'u'lláh. Bahá'íar á Akureyri og Húsavík hittust á Vestmannsvatni til að halda daginn hátíðlegan. Ég held að u.þ.b. 30 manns hafi verið þarna samankomnir, á öllum aldri frá 6 eða 7 þjóðum. Mest var auðvitað af Íslendingum, en svo voru auðvitað Annisiusar fjölskyldan, tvíburarnir frá Tyrklandi og bróðir þeirra frá Indlandi, gestur frá Svíþjóð og annar frá Grænlandi. Ég man reyndar ekki hvaðan foreldrar tvíburanna eru... verð að muna að tékka á því...

Dagskráin byrjaði á því að lesnar voru fjórar bænir, Baldey tónaði sína og strákurinn frá Grænlandi las eina á grænlensku. Svo var sýnt myndband og því næst var börnunum smalað saman í leiki. Svo var hátíðarmatur, kalt hlaðborð í boði Húsvíkinga.

Svo fyrir þá sem vilja vita þá kemur hér smá fróðleikur um Bahá'u'lláh.

Bahá'u'lláh fæddist 12. nóvember árið 1817 í Tehran í Persíu. Faðir hans var í hirð persneska kóngsins. Bahá'u'lláh fékk einkakennslu og var þekktur fyrir visku sína. Hann var einlægur múslimi og aðeins 13 eða 14 ára að aldri var hann fær um að eiga í margbrotnum umræðum við fræðimenn um trúna.

28 ára gamall gerðist hann fylgjandi Bábsins sem kvaðst vera að greiða leiðina fyrir nýjan spámann. Fyrir það eitt var hann settur í fangelsi og síðan gerður útlægur frá Íran. Hann eyddi samtals 40 árum af sinni æfi í fangelsi, einangrun eða útlegð. Á þessum tíma skrifaði hann mikið af verkum sínum sem nú eru meðal fjölmargra helgirita Bahá'í trúarinnar, eins og Hulin orð og Bók fullvissunnar (Kitáb-i-Íqán).

Bahá'u'lláh og fylgjendur hans eyddu svo 12 dögum í garðinum Ridván rétt fyrir utan Bagdad 22. apríl 1863. Það var á þeim tíma sem hann gerði opinbert að hann væri spámaður okkar tíma, sá næsti í röðinni á eftir Múhameð, Jesú, Móses, Abraham, Zaraoster, Siddartha Gautama og fleirum.

Nú í dag eru fylgjendur Bahá'u'lláh (nafn hans þýðir Dýrð Guðs) um 7 milljónir út um allan heiminn.

Meira seinna...verð að læra núna...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature