Ég var að horfa á Sex and the City í gærkvöldi á meðan ég var að brjóta saman þvottinn. Það er nú ekki í frásögur færandi, nema í þetta skipti fór ég að hugsa! Afhverju er þessi endalausa síbylja um kynlíf allsráðandi? Hvert sem við lítum í hinu vestræna samfélagi sjáum við tilvísanir í kynlíf. Það eru ekki einvörðungu okkar eigin dörtí hugar að störfum, heldur er þetta með vilja gert. Þar sem ég sit hér í svefnherberginu mínu og horfi í kring um mig sé ég ekkert sem minnir mig á kynlíf...eða hvað??? Á skrifborðinu mínu er Trivial Pursuit sem ég fékk í jólagjöf og ef ég man rétt þá tók ég eftir því að ein spurningin fjallaði einmitt um vinkonurnar fjórar í New York. Ok, kannski er það örlítið langsótt að vera að leita ofan í lokuðum kassa. Sjáum hvað gerist ef ég horfi meira í kring um mig.
Við hliðina á rúminu mínu er eintak af Psychology Today (já, ég les það fyrir svefninn mér til gamans). Og viti menn! Stærsta fyrirsögnin er: Staying in Lust, How to Feel Infatuated Forever.
Herbergið mitt (sem ég deili með tveggja ára gamalli dóttur minni) er þá ekki laust við kynlíf eftir allt saman.
Í hvert skipti sem við kveikjum á sjónvarpinu sjáum við tilvísanir í kynlíf. Það er m.a. notað til að selja ilmvötn, skó, kaffi...og ég veit ekki hvað! Persónulega vil ég ekki kynlíf með kaffinu mínu (ekki mjólk heldur, en það er nú bara af því ég er með mjólkursykuróþol).
Frá örófi alda, eða allavega eins langt og við (sæmilega) hugsandi fólk getum munað hefur kynlíf verið forboðinn ávöxtur. Í gegn um tímann hafa spámenn flestra trúarbragða ráðlagt okkur að halda okkur frá kynlífi sem mest við megum. Við eigum að hafa sem fæsta rekkjunauta, hvort sem það er í gegn um lífið eða einstök skipti og helst ekki fyrr en eftir giftingu.
Ég held að okkar megin tilgangur í þessu lífi sé að fjölga okkur. Kynhvötin (ásamt hungri og þorsta) er því okkar sterkasta og frumstæðasta hvöt. En sem manneskjur, sem homo sapiens erum við ekki frumstæð dýr. Við eigum að hafa stjórn á dýrslegum hvötum okkar.
Ef við borðum of mikið stofnum við heilsu okkar í hættu, jafnvel lífinu sjálfu. Við minnkum lífsgæði okkar og aukum jafnvel líkurnar á banvænum sjúkdómum. Það sama gildir um kynlífið. Ef einstaklingur byrjar of snemma (ég ætla ekki að skilgreina hérna hvað "snemma" þýðir í þessu samhengi) aukum við líkurnar á kynsjúkdómum, jafnvel banvænum. Konur eru í stórri hættu á að fá leghálskrabbamein (sem HPV vírusinn er valdur að, sá hinn sami og veldur klamidýu).
Ég er ekki að reyna að predika hérna, þetta eru bara smá hugleiðingar um efnið í von um að vekja spurningar hjá fólki
Allar athugasemdir vel þegnar...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home