Úff, nú er ég þreytt en ánægð :)
Þetta er búin að vera svo góð helgi :D Slökun og hamingja alla helgina...eiginlega bara frá fimmtudegi til mánudags. Fór reyndar í próf á föstudagsmorgunin í Vinnulagi, en það kom ekki að sök því það gekk vel...held ég...bíð bara þar til einkunirnar koma :þ
Spurningin sem rokkaði feitast, svo ég tjái mig með svo háfleygum orðum, var: Greinið eftirfarandi dæmi með sex spora kerfi Giere. Ræðið hvort einhver kenning eða tilgáta hefur verið sönnuð eða afsönnuð.
Svo kom einhver kafli um það að um 1930 hafi vísindamenn uppgötvað vetrarbrautina. Það var lengi vel viðtekin hugmynd að það væri þyngdaraflið sem héldi stjörnuþokunni saman og út frá þeim forsendum ætti að vera hægt að reikna út hraða stjarnanna. En með tilkomu tölvutækninnar var hægt að fylgjast nánar með stjörnunum og það kom þá í ljós að þær stjörnur sem voru yst í stjörnuþokunni ferðast miklu hraðar en áður hafði verið haldið.
Sex spora kerfi Giere segir eftirfarandi um þetta:
1. Real world. Það sem verið er að rannsaka er stjörnuþokan.
2. Model. Líkanið er það að þyngdaraflið sem heldur stjörnuþokunni saman.
3. Prediction. Forspáin segir til um það að ef líkanið er rétt ætti að vera hægt að reikna út hraða stjarnanna.
4. Data. Tölvutæknin segir okkur það að þær stjörnur sem eru yst í stjörnuþokunni hreyfast mikið hraðar en áður var talið.
5. Negative evidence. Gögnin passa ekki saman við líkanið.
6. Positive evidence. Engin.
Þetta segir okkur það að það er búið að afsanna þá tilgátu að þyngdaraflið haldi stjörnuþokunni saman. Vísindamenn hafa hingað til ekki getað komið með neitt líkan sem gæti útskýrt þetta.
..:: Good things happen to good people ::..