3.29.2005

Jæja, var að taka enn eitt prófið á netinu...gott til að koma manni í gang þó svo þetta sé yfirleitt argasta bull.

Niðurstöðurnar voru á þá leið að ég aðhyllist mest Islam.

Já...þetta er nú bara nokkuð nálægt því, þar sem bahá'í trúin er líkust Islam af þeim trúarbrögðum sem við þekkjum. Það er náttúrulega komið til af því sem kallað er af bahá'íum "stighækkandi opinberun". Í stuttu málið er það hugmyndin um að það sé bara til einn Guð og í gegn um tíðina hafi Hann sent okkur nokkra spámenn, á mismunandi tímum eftir því sem mannkynið þroskast. Þetta er ein meginástæðan fyrir því að trúarbrögðin eru svona keimlík, þau koma frá sama grunni. Þetta má líka sjá í því að þau eru bókstaflega byggð hvert á öðru, kristnin á gyðingdómi, islam á kristninni og bahá'í trú á islam. Fyrir þá sem eru forvitnir vil ég benda á annað próf sem er töluvert betra því það hefur fleiri möguleika. Hér eru niðurstöðurnar sem ég fékk úr því prófi:

According to the SelectSmart.com Belief System Selector, my #1 belief match is Bahá'í Faith .
What do you believe?
Visit SelectSmart.com/RELIGION

                                                                         |

3.18.2005

Jæja, þá er komið að því að maður bregði sér aftur suður í Sódómu. Ætla að vera þar í góðu yfirlæti um páskana, fara í fermingarveislur og nýársfagnað. Kannski við kíkjum líka í Húsdýragarðinn, svona til að leyfa Alexöndru að sjá MeMe og Muu.

Ég var hæstánægð þegar Andri tilkynnti mér það í gær að matseðillinn væri farinn í prentun, ég gerði náttúrulega ráð fyrir því að hann hefði verið svo forsjáll að semja matseðil fyrir okkur mæðgurnar og svo mættum við velja á hverjum morgni það sem okkur langaði í og hann myndi elda...en nei!! Ekkert svo gott :( Þá var hann bara að meina matseðilinn sem hann var að hanna fyrir ónefnt kaffihús/veitingastað í höfuðborginni.

En jæja, maður getur víst ekki fengið allt...er að hugsa um að skella mér í sturtu og búa um rúmið áður en við leggjum af stað...

Reyni að skrifa eitthvað á meðan ég er í burtu...en ef ekki *kyss kyss* þangað til næst og gleðilega páska (og gleðilegt nýtt ár á miðvikudaginn)!!

                                                                         |

3.16.2005

Ps. Ertu nokkuð sofnuð á bekknum Urður mín? ;)

                                                                         |

Jæja...í beinu framhaldi af skrifunum áðan...

Ég semsagt hlóð inn fullt af tónlist inn á spilarann minn til að hafa e-ð hvetjandi í ræktinni, það vildi ekki betur til en svo að um það leyti þegar ég var að verða búin að skipta um föt þá voru batteríin búin...ekki nóg með það heldur hafði ég líka gleymt öðrum skónum heima!! Jæja, ég ákvað bara að drífa mig á sokkunum og vera bara dugleg að lyfta og gera magaæfingar...sem ég gerði :D

Dreif mig svo heim og komst að því að fjárhagsstaðan er verri en ég hélt, er víst búin að vera aðeins of dugleg að eyða upp á síðkastið. Og ég sem ætlaði að drífa mig í að borga þetta tryggingagjald upp á 85 þúsund kall til að tryggja okkur íbúðina!! En eftir vandlega umhugsun komst ég að því að það þýðir ekkert að kvarta, ég er búin að vera að nota lán sem átti að duga fyrir eina önn á tæpum tveimur önnum, sem er nokkuð gott. Andri á svo eftir að borga mér til baka helminginn af tryggingunni, ég fæ barnabætur í júní og reglulegt meðlag þangað til. Þannig að þetta ætti að sleppa nokkuð vel. Þannig að ég er búin að borga þetta blessaða tryggingagjald.

Svo kíki ég inn á bloggið hjá mér og sé svona líka upplífgandi skilaboð frá henni Urði fyrrverandi vinnufélaga á DV :D Og nú er sólin farin að skína aftur...það er svo sem ekkert að gera skapið verra að ég missti af félagsvísindatorginu því það var klukkan 12 í dag en ekki klukkan hálf fimm eins og stendur á stundaskránni...hmmm...

                                                                         |

Ég var að koma úr prófi í Aðferðafræði 0275!! OOhhh, hvað ég er pirruð, prófið var allt of langt, það var enginn sem náði að klára prófið, það var ekki einu sinni tími til að fara yfir það sem maður var búinn að gera :(

Æi, ég er bara pirruð núna...

Er að setja tónlist inn á MP3 spilarann minn svo ég hafi eitthvað hvetjandi til að hlusta á í ræktinni, er að fara þangað á eftir :D

Svo er félagsvísindatorg á eftir, er ekki að nenna að fara því það er klukkan hálf fimm...sem er hræðilegur tími fyrir þá sem eru með börn. Vona að pabbi geti passað því það er skyldumæting hjá mér...ég ætti eiginlega að taka Alexöndruna mína með mér til að mótmæla þessu...geri það næst, ætla að nota tímann núna og læra fyrir tölvuprófið í Aðferðafræði sem er í fyrramálið...

Bleh...ég er ekki í góðu skapi...

                                                                         |

3.15.2005

GÓÐAR FRÉTTIR!!

Ég var að sækja um íbúð á stúdentagörðunum og fékk strax svar aftur um að það væri laus íbúð í Tröllagili!! Það lítur allt út fyrir að við Andri séum að fara að flytja þangað þann 1. júní!! JEI!!!

Já...sem sagt, Andri er loksins búinn að samþykkja að flytja norður, það er búið að selja ofan af honum íbúðina fyrir sunnan, hann er búinn að sækja um í skólanum hérna í kennaradeildinni og við erum að fara að búa saman...nú er bara að finna vinnu fyrir okkur bæði :D

Happy happy, joy joy!!!

                                                                         |

3.13.2005

Það var einn daginn í vor að kennari minn spurði (man reyndar ekki hver þeirra, en geri ráð fyrir að það hafi verið sálfræðikennarinn frekar en íslenskukennarinn...og þó...) af hverju við værum að læra sálfræði. Ég svaraði því að ég hefði óbilandi trú á sjálfri mér í að hjálpa öðrum.

Nú þegar tæplega þriðjungur af námi mínu til BA gráðu í sálfræði er að baki er ég þegar komin með biðlista!! Ég vissi að það væri þörf á sálfræðingum, en mig grunaði ekki að þörfin væri svona gríðarleg (fór að taka niður pantanir löngu fyrir jól!!) Og ég ekki einu sinni búin að gera það upp við mig hvort ég ætla í klíníska sálfræði eða eitthvað allt annað eins og listmeðferð (art therapy) eða barnasálfræði. Kannski ég taki þetta bara allt saman og samnýti þetta í einhverja huggulega stefnu ;)

Ég er allavega komin með útbreiddan bekk hérna á bloggið mitt og vil ég bjóða hverjum sem er að leggjast á bekkinn og úthella yfir mig öllum sínum áhyggjum og vandamálum og ég mun gera mitt besta til að hjálpa, ykkur að kostnaðarlausu...til að byrja með allavega ;)

Ykkur er það frjálst hvort þið tjáið ykkur hér á kommentakerfið eða hvort þið sendið mér email á hugrun@gmail.com

                                                                         |

3.10.2005

Auðvitað þurfa þeir endilega að breyta afnotagjöldunum í nefskatt sem bitnar verst á fjölskyldufólki...þeim mun fleiri börn (að vísu yfir 16 ára), þeim mun meira þarf fjölskyldan að borga...

Einhvernveginn finnst mér að allt í þessu lífi gangi út á að borga ríkinu skatt...We work our ass off...ríkið hirðir tæplega helming í skatt, við notum afganginn til að kaupa okkur mat, sem við borgum skatt af, kaupum okkur fasteign...sem við borgum svo skatt af þangað til við deyjum...svo ríkið geti hirt helminginn af því sem eftir er í... erfðaskatt!!!

                                                                         |

3.08.2005

What is this world coming to???

Þegar maður hélt að íslenska þjóðfélagið væri á hraðleið til hel..., þá koma fréttir um frumvarp til laga um að leggja niður afnotagjöldin hjá RÚV og að líklegast fær Reykjavíkurflugvöllur að vera í friði í Vatnsmýrinni, okkur landsbyggðarfólki til mikillar ánægju!! Þýðir þetta að ég verð að afpanta flugmiðann til Noregs...?

Nee...best að breyta honum í flug til Danmerkur...það var nefnilega líka í fréttum í gær að Íslendingar eru minna en hálfdrættingar Dana í launum, eða í 20. sæti á eftir þeim.

                                                                         |

3.04.2005

Jæja...frekar rólegt þessa dagana...kannski maður fari að reyna að skrifa eitthvað af viti...neinei...

                                                                         |

3.02.2005

Fyrir 10 árum

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature