12.22.2004

Nú er allt að smella í gír fyrir jólin. Skrýtið, eins og maður er búinn að vera að jólast lengi, eða alveg síðan í október, þá finnst mér ekkert eins og jólin séu að koma. Kannski er það vegna þess að þetta er í fyrsta skipti síðan1997 sem ég held jólin ein með pabba og mömmu. Er þó ekki ein því skottan mín litla er með :D Þetta er meira segja í annað skipti síðan 1997 sem ég held jólin með pa&ma yfirhöfuð. Samt er næstum eins og ég hafi alltaf haldið jólin með þeim, jólahefðirnar hafa ekkert breyst, biðu bara eftir því að ég kæmi heim.

Nú snjóar svo sést varla út úr augum. Ekki að spyrja að því að veðurguðirnir ætla að heilla okkur með hvítum jólum í ár.

Anyways, veit ekki hvort ég blogga eitthvað meira fyrir jól, svo ég segi bara

Gleðileg jól elskurnar mínar og verið góð við hvert annað um hátíðarnar.

                                                                         |

12.21.2004

Úfff...alltof langt síðan ég hef skrifað. Auðvitað allt brjálað að gera í skólanum, þrjú próf á viku, verkefni og ritgerðir. En ég er loksins komin í jólafrí :D Jibbí!!! Enn sem komið er er ég bara búin að fá eina einkunn...bíð þolinmóð eftir hinum einkununum, læt mér nægja að kíkja á netið eftir þeim tvisvar á dag...aðeins!! Allavega þá fékk ég 8 í Upplýsingarýni, sem ég er mjög ánægð með :D

Anyways, nú er að styttast í jólin og fjölskyldan búin að dúlla sér í jólaundirbúningi síðan í október (ok ég viðurkenni það að það hefur aðallega verið ég að föndra jóladót). Nokkuð ánægð með það að hafa handgert öll jólakortin í ár, ekki bara fyrir mig, heldur líka pa&ma og kærastann!! HA...geri aðrir betur :D

Læt þetta nægja í bili, reyni að vera að dugleg að skrifa á næstunni, góða nótt í bili.

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature