11.17.2005

Ég var að heyra (frekar gamlar) fréttir. Mel Gibson á víst að vera að fara að gera mynd um hana Monu. Sjá eftirfarandi bréf síðan í janúar á þessu ári:

Dear Friends: I'm sure that by now you have all heard this great news: As you may have heard - Jack Lenz had done some of the music for the Passion of the Christ (the research alone took him 15 mths to do!) and he told us all at the SED conference, that a few months ago he met again with Mel Gibson and another producer from the movie in a hotel in L.A. and they were so appreciative of what he had done for their movie that they asked him what they could do for him.

Jack is sooooo sweet and the most humble person I know and his eyes sparkle and are always full of gentle happiness. He told them that he had always wanted to see a movie made about the 10 Iranian Baha'i women who had been martyred in the 80's (you know the ones that were martyred along with Mona who was only 17 yrs old and asked to be the last one hung so she could pray for the other woman to stay strong and face their deaths without fear or recanting their Faith- and Doug Cameron years ago had made that video and song "Mona with the Children").

He gave them a letter that Mona had written to read and when the producer looked up he was crying. So then they said to Jack "What do you need?" And Jack said laughingly "Oh, about $10 million Dollars!" and they said "Done!" So Jack has just finished the script and will be sending it to them by the end of this month! When he told everyone this story at the conference, all the Iranians started crying.

I think it was more out of profound gratitude that these courageous souls will not be forgotten and that their story might become immortalized in film. Jack gave them some Baha'i books to read. We'll see what happens as I understand Mr. Gibson is a very devout Catholic.

...Well I just recieved some additonal news about the movie that basically confirms that the news is true. It just such wonderful news that I had to share with you all. Here it is:

Hi! My name is Samim and I'm from Isfahan - Iran. I red the very exciting news about Mona's film and I asked my mother, who is writing Mona's biography (its 300 page now), to see if she had heard about this news. She asked Mona's mother, Mrs. Mahmudnizhad, and she confirmed that the news is accurate - in fact, Mel Gibson will have a discussion over the phone with Mona's mother on Thursday.

Thought I'd share this message with everyone. Thanks Samim Love Always, Your Baha'i Sister Lara xoxo

                                                                         |

11.11.2005

Í gær, 12. nóvember var fæðingarhátíð Bahá'u'lláh. Bahá'íar á Akureyri og Húsavík hittust á Vestmannsvatni til að halda daginn hátíðlegan. Ég held að u.þ.b. 30 manns hafi verið þarna samankomnir, á öllum aldri frá 6 eða 7 þjóðum. Mest var auðvitað af Íslendingum, en svo voru auðvitað Annisiusar fjölskyldan, tvíburarnir frá Tyrklandi og bróðir þeirra frá Indlandi, gestur frá Svíþjóð og annar frá Grænlandi. Ég man reyndar ekki hvaðan foreldrar tvíburanna eru... verð að muna að tékka á því...

Dagskráin byrjaði á því að lesnar voru fjórar bænir, Baldey tónaði sína og strákurinn frá Grænlandi las eina á grænlensku. Svo var sýnt myndband og því næst var börnunum smalað saman í leiki. Svo var hátíðarmatur, kalt hlaðborð í boði Húsvíkinga.

Svo fyrir þá sem vilja vita þá kemur hér smá fróðleikur um Bahá'u'lláh.

Bahá'u'lláh fæddist 12. nóvember árið 1817 í Tehran í Persíu. Faðir hans var í hirð persneska kóngsins. Bahá'u'lláh fékk einkakennslu og var þekktur fyrir visku sína. Hann var einlægur múslimi og aðeins 13 eða 14 ára að aldri var hann fær um að eiga í margbrotnum umræðum við fræðimenn um trúna.

28 ára gamall gerðist hann fylgjandi Bábsins sem kvaðst vera að greiða leiðina fyrir nýjan spámann. Fyrir það eitt var hann settur í fangelsi og síðan gerður útlægur frá Íran. Hann eyddi samtals 40 árum af sinni æfi í fangelsi, einangrun eða útlegð. Á þessum tíma skrifaði hann mikið af verkum sínum sem nú eru meðal fjölmargra helgirita Bahá'í trúarinnar, eins og Hulin orð og Bók fullvissunnar (Kitáb-i-Íqán).

Bahá'u'lláh og fylgjendur hans eyddu svo 12 dögum í garðinum Ridván rétt fyrir utan Bagdad 22. apríl 1863. Það var á þeim tíma sem hann gerði opinbert að hann væri spámaður okkar tíma, sá næsti í röðinni á eftir Múhameð, Jesú, Móses, Abraham, Zaraoster, Siddartha Gautama og fleirum.

Nú í dag eru fylgjendur Bahá'u'lláh (nafn hans þýðir Dýrð Guðs) um 7 milljónir út um allan heiminn.

Meira seinna...verð að læra núna...

                                                                         |

11.08.2005

Jæja, Helga sambýlingur var að kvarta og sagði að ég ætti að fara að skrifa eitthvað skemmtilegt, eins og t.d. hvað hún sé æðisleg...

Helga, þú ert æðisleg! Þú ert með ótrúlega flottan rass! Hárið á þér er ógeðslega flott svona rautt. Hvar værirðu án mín??

Anyway...annars er ég mjög hamingjusöm og sybbin...keypti mér flottustu peysu í heimi í gær, röndótt prjónapeysa með stórum þykkum rúllukraga, fjólublá, hvít og bleik. Þetta er ekta knúsi/kúripeysa og mér finnst ég líta einstaklega vel út í henni.

Ég keypti mér líka 7 season af Stargate SG-1 á amazon og fékk á óstjórnlega góðu verði :D jei!!!

                                                                         |

11.07.2005

Þann 18. júní 1983 voru þessar 10 konur teknar af lífi í Shiraz, Íran af Islömsku klerkastéttinni. Það eina sem þær þurftu að gera til að bjarga lífi sínu var að afneita trú sinni. Eftir langan tíma í fangavist þar sem þær sættu pyntingum og yfirheyrslum voru þær hengdar, ein í einu og hinar látnar horfa á. Sú yngsta sem var tekin af lífi var 17 ára - Mona Mahmudnizhad. Á þessu ári hefði Mona orðið fertug.

Síðan 1884 hafa yfir 20.000 manns verið teknir af lífi fyrir það eitt að vera Bahá'íar. Sá síðasti (sem ég veit um) var tekinn af lífi árið 1998.

Simin Sabiri

Mona Mahmudnizhad

Shirin Dalvand

Akhtar Sabet

Roya Ishraqi

Mrs. Nusrat Yalda'i

Mrs. Izzat Ishraqi

Mrs. Tahirih Siyavushi

Zarrin Muqimi

Mahshid Nirumand

                                                                         |

11.05.2005

Ég mana ykkur til að skoða þetta!

...og líka þetta

...og svo þetta líka!

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature