10.11.2004

Jæja, bara svona til að setja eitthvað inn....enjoy!!


I'm completely down-to-earth! Find your soul type at kelly.moranweb.com.

                                                                         |

Jæja, Alexandran mín er svo dugleg, eins og allir vita. Hún er alltaf að æfa sig í að labba og svo vill hún endilega borða sjálf. Það gengur svona misjafnlega vel :D Þeir sem hafa áhuga á að sjá borðsiðina hennar geta farið á www.barnaland.is/barn/18262/album . Allir verða að kvitta í gestabókina :D

Hún á lítinn rauðan plaststól og skemmtilegast er að nota hann fyrir göngugrind. Það olli frekar miklum hávaða, þannig að amma hennar setti filttappa undir stólfæturna. Ekki vildi betur til en svo að tapparnir virka þannig að stóllinn rennur enn hraðar. Nú hleypur Allý út um öll gólf, snarbremsar svo og klifrar upp á stólinn, klifrar niður og hleypur af stað. Ég held að okkur eigi ekki eftir að leiðast á næstunni c",)

                                                                         |

10.05.2004

Mig dreymdi áhugaverðan draum í sumar, nánar tiltekið árla morguns þann 28. júní. Ég var ein heima hjá mér (eða þ.e.a.s. hjá foreldrum mínum). Ég gekk inn í herbergi foreldra minna og opnaði dyrnar sem liggja út í garð og horfði út yfir garðinn. Í stað runna, trjáa og matjurtargarða var endalaus sjór svo langt sem augað eygði. Sjórinn var lygn og fallegur, ég horfði ofan í hann og sá að hann var hreinn. Sem ég stóð þarna kom eldri maður siglandi á árabáti. Hann lagði bátnum og þar sem ég var viss um að hann væri kominn að vitja föður míns bauð ég honum inn. Undir eins fann ég að þessi maður var vingjarnlegur og hafði þægilegt viðmót. Þegar inn var komið sá ég hvar stóð borð á svefnherbergisgólfinu. Á borðinu var flúraður, silfurlitaður standur sem á voru þrjár flöskur, sem voru líka flúraðar. Ein þeirra var tóm, önnur full af vatni og sú þriðja var full af víni. Á borðinu voru líka ávextir, vínber og fleira. Var ég mjög fegin því að hafa eitthvað til að bjóða þessum gesti þar sem ég var viss um að hann var ekkert á förum; einnig virtist hann heldur ekkert sérstaklega vera að bíða eftir föður mínum, allavega spurði hann ekkert um hann.

Þarna endaði draumurinn og ég vaknaði. Mér leið mjög vel þegar ég vaknaði og fannst ég vera örugg.

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature