11.21.2004

Allt búið að vera brjálað að gera í vikunni að skrifa ritgerð, væntanlega verður enn meira að gera á komandi vikum...úff, hlakka til í jólafríinu, næstum mánuðarlangt frí!!

Hitti Helgu, Ernu og Auu í gær (og auðvitað allan krakkaskarann), rosa gaman auðvitað (takk fyrir kleinurnar Erna). Erna sagði mér frá föndurklúbbi sem hún er í. Fór víst í sumarbústað heila helgi með vinkonunum og þær föndruðu frá sér allt vit *öfund*. Þar var víst ein sem mætti með RISAstóra ferðatösku fulla af dóti, sú hafði búið í Bandaríkjunum og þar er víst allt svona mikið ódýrara...en til að gera langa sögu stutta þá er hægt að fara á heimasíðu www.creativexpress.com og finna þar allt mögulegt sem hugurinn girnist, það er að segja ef þú ert föndrari. Ég skoðaði hana aðeins í gær og var nánast í tárum...ef ég hefði vitað af þessu í vor þá ætti ég helmingi meira dót fyrir helmingi minni pening!!! Jæja, en svona er lífið, ekkert annað að gera en að taka því. Enda ætlum við stelpurnar líka að slá saman í eina væna pöntun, en ég er reyndar búin að lofa Andra því að kaupa ekki meira föndurdót fyrr en eftir áramót...ok ég lofa því elskan mín...en 1. janúar kl. 00.23...!!! Ja, bíddu bara!!!

                                                                         |

11.16.2004

Komin aftur eftir langa helgi.

Fór á Galakvöld sl. föstudag, með Ingu, Gígu, Sillu, Anný og Hildi, allar þvílíkt uppstrílaðar og fínar. Stelpurnar líktu mér helst við Doris Day, vantaði bara stóra silfurlitaða míkrófóninn :D Maturinn var rosalega góður, skemmtiatriðin ágæt og þá sérstaklega töframaðurinn. Við Anný, Hildur og ég fórum heim þegar ballið byrjaði...enda of gamlar fyrir svona áreiti. Var komin heim um 12:30 og fór beint í rúmið eftir sturtu...langt síðan ég hef verið svona rosalega þreytt...*geisp*

Á laugardaginn fórum við Alexandra með pabba og mömmu í smá rúnt. Við byrjuðum á að fara út í Hlíðarskóla að gefa kanínunum og hænunum. Alexandra stóð uppi á kassa og starði dolfallin á hænurnar, alveg orðlaus í svona fimm mínútur, þá allt í einu stundi hún upp: Bíbí!! Svo á leiðinni í bæinn aftur voru hún og afi hennar að æfa sig í að gagga eins og hænur. Leiðin lá næst í Blómaval, þar sem þar er líka dýrabúð. Alexandra eyddi dágóðum tíma í að dást að kanínum, hömstrum, naggrísum og páfagaukum. Einhverra hluta vegna kallaði hún allt bíbí. Þetta er kannski svolítið ruglandi með öll þessi dýr ;)

Well...verð víst að fara að læra, þarf að skila hundleiðinlegu verkefni um kynjamismunun á morgun, það er svo leiðinlegt að ég ætla ekki að segja frá því...svona ykkar vegna :D

                                                                         |

11.10.2004

Gærdagurinn var skemmtilega social, ég held bara að ég hafi talað við nánast alla vini mína (nema 3) og eignast nokkra í viðbót!! Æi, það er svo gott að eiga vini :D

En annars var ég að fá símtal sem varaði mig við því að minn fyrrverandi er víst að fara yfirum. Hann er svo gegnsýrður af reiði og einhverju sem við skilgreindum sem biturð/afbrýðissemi/ástarsorg að fólk er farið að forðast hann. Sorglegt. Sérstaklega að hann skyldi finna sig knúinn til þess að dæma mig og mitt líf upp í opið geðið á sameiginlegum vinum.

Anyways...off to class!

                                                                         |

11.09.2004

...en annars minni ég fólk líka á gestabókina...

Nema ykkur finnist gestabók úrelt og hallærislegt fyrirbrigði...segið mér hvað ykkur finnst! :D

                                                                         |

Ahh...ég er rétt að ná mér niður núna eftir ferð suður um helgina. Foreldrarnir fóru á árshátíð og ég og Alexandra fengum að fljóta með. Þetta var yndisleg helgi :D

Fór meðal annars í Föndru og tók smá jólaflipp þar, Andri og Alexandra horfðu bara á barnaefnið á meðan. Svo heimsóttum við Hjördísi og Gússa sem tóku höfðinglega á móti okkur (enda höfum við Alexandra ekki komið í heimsókn í laaangan tíma) með bakkelsi og fínaríi. Á sunnudaginn buðum við Andri pabba og mömmu í afmæliskaffi, gamli orðinn 54 ára. Eitthvað var hann nú slappur eftir veisluna kvöldið áður, þannig að við Alexandra, Andri og mamma röltum bara í Kringluna og tókum smá kast í Next, keyptum föt á Alexöndru og Kristján frænda í Danaveldinu...úff...nú er að vona að Hulda syst lesi þetta ekki alveg strax, veit nefnilega ekki hvort þetta á að vera jólagjöf eða ekki!!!

Jæja, allavega þá var helgin eins og ég sagði rosalega góð og við mæðgurnar hæstánægðar með ferðina. Við bíðum bara spenntar þar til 1. des. þegar Andri kemur norður að dekra við okkur ;) WE LOVE YOU!!!

Er annars í skólanum núna, nenni ekki að gera stíl í ensku, en er í staðinn að berja saman fyrirlestur sem ég á að flytja 15. nóv.

                                                                         |

11.03.2004

Samkvæmt óopinberri könnun í bekknum mínum svöruðu 27 því játandi að þeir myndu þiggja boð um að fara í frítt fallhífarstökk, eina ferð. 24 svöruðu því neitandi. Ég var ein af þeim sem sagði já. Nú er bara að fara að safna í afmælisgjöf handa mér ;)

En það var nokkuð athyglisvert að við áttum svo að ímynda okkur hve mörg prósent fólks myndu þiggja boðið. Þeir sem svöruðu játandi töldu að 42.5% myndu svara játandi, en aðeins 31.4% af þeim sem svöruðu neitandi.

Lærdómurinn af þessu er: Margur heldur mig sig, eða með öðrum orðum þá hneigjumst við til þess að halda að aðrir séu eins og við sjálf.

                                                                         |

11.01.2004

Vinsamlega takið þetta test!!!!!

Take my Quiz on QuizYourFriends.com!

                                                                         |

JEIIII...heldurðu ekki að ég hafi fundið aftur gamla bloggið mitt.... :D

Akkúrat tvö ár síðan ég bloggaði þar síðast.

Kíkið endilega í heimsókn á: http://hugrun.blogspot.com/
Athugið bara að setja ekki www. á undan, því það er gölluð síða sem ég er að reyna að taka niður :D

                                                                         |

  • My #1 result for the SelectSmart.com selector, Artist/Period Selector, is Renaissance/ Baroque Art (Michelangelo, Raphael, Da Vinci, Bellini, etc.)

  •                                                                          |

    Ég er að átta mig smám saman á því þessa dagana hversu vel mér líður...svona yfirhöfuð allavega. Ég vaknaði í morgun alveg skelfilega þreytt, með stíflað nef, öll stíf og skökk og skelfileg. Hér áður fyrr hefði ég bara tekið mér smá veikindaleyfi og reynt að sofa þetta úr mér (ég meina, ég er búin að vera svona á hverjum morgni í tæpa viku). Ég hefði ekki meikað að takast á við lífið svona illa fyrir kölluð. Núna stekk ég á fætur og skutla dúllunni minni til dagmömmunnar og fer svo beinustu leið í skólann, jafnvel þó ég eigi ekki að mæta fyrr en tveim tímum seinna. Ég er hætt að vilja fela mig aftast og vonast til að enginn sjái mig og enginn tali við mig, ég hlakka beinlínis til að vera með í umræðunum í skólanum, jafnvel þó ég sé þreytt og úldin :D

    Mér hefur aldrei liðið jafn vel og þessa undanfarna mánuði. Það er að miklu leyti einum manni að þakka, sem elskar mig fyrir það hver ég er hér og nú, með öllum mínum göllum, ekki hver ég gæti orðið, kannski, seinna, með miklu þrasi...

    Takk krúttið mitt!!!

                                                                             |
                                                                                                                                        Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature