Nú er allt að smella í gír fyrir jólin. Skrýtið, eins og maður er búinn að vera að jólast lengi, eða alveg síðan í október, þá finnst mér ekkert eins og jólin séu að koma. Kannski er það vegna þess að þetta er í fyrsta skipti síðan1997 sem ég held jólin ein með pabba og mömmu. Er þó ekki ein því skottan mín litla er með :D Þetta er meira segja í annað skipti síðan 1997 sem ég held jólin með pa&ma yfirhöfuð. Samt er næstum eins og ég hafi alltaf haldið jólin með þeim, jólahefðirnar hafa ekkert breyst, biðu bara eftir því að ég kæmi heim.
Nú snjóar svo sést varla út úr augum. Ekki að spyrja að því að veðurguðirnir ætla að heilla okkur með hvítum jólum í ár.
Anyways, veit ekki hvort ég blogga eitthvað meira fyrir jól, svo ég segi bara
Gleðileg jól elskurnar mínar og verið góð við hvert annað um hátíðarnar.