PIRRINGUR DAGSINS
Akureyringar upp til hópa kunna ekki umferðarreglurnar!!
Akureyringar keyra vitlaust inn og út úr hringtorgum, nota stefnuljósið á rangan hátt, ef þeir þá nota það yfir höfuð. Þeir kunna heldur ekki að nota akgreinar á þann hátt sem þær voru skapaðar. Hægri réttur er brandari hér á Akureyri sbr. Oddeyrargatan, þar er hægriréttur í gildi þegar keyrt er niður eftir götunni, en þegar keyrt er upp eftir henni er hún allt í einu orðin aðalgata og maður þarf ekkert að hugsa um hægriréttinn. Akureyringar eru einnig stórhættulegir á gatnamótum...þegar maður er að beygja á gatnamótum á maður að halda sig á sömu akgrein í gegn um alla beygjuna, ef þú ert á hægri akgrein heldurðu þig hægra megin og endar á hægri akgrein þegar þú kemur út úr beygjunni...sama gildir ef þú ert að beygja til vinstri, haltu þig vinstra megin alla leiðina.
Ég hef lent í hremmingum í umferðinni oftar en tárum tekur. Það er kominn tími til að Akureyringar fari að læra umferðarreglurnar til þess að fólk sem kann að keyra lendi ekki í stórhættu!!!!!!!!