2.26.2005

Meiriháttar leti er þetta í bloggskrifum...

hmm...kannski þetta hafi eitthvað að gera með prófalestur...og verkefnavinnu fyrir Afbyggingu 20. aldar...

Er allavega frekar andlaus núna...ætla að fara að lesa Fourteen Points of Declaration eftir Woodrow Wilson og sjá hvort ég fái andagift.

Býst ekki við því...

                                                                         |

2.21.2005


Er þetta ekki það fallegasta sem þið hafið séð? Alexandra og Andri að fá sér hádegislúrinn sinn.

Ég var semsagt að finna út úr því hvernig ætti að setja myndir hérna inn...vá það tókst :D

                                                                         |


Alexandra að róla sér í blómaval...skemmtilegir þessir myndavélasímar

                                                                         |

2.20.2005

Ég er að hugsa um að skrifa sögu sem á að birtast hér í nokkrum hlutum á næstunni...veit ekki hvenær hún verður til eða hvort ég á eftir að skrifa mikið þangað til...verið bara þolinmóð :D

                                                                         |

2.18.2005

I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!

                                                                         |

*TILKYNNING*

Ég er búin að uppfæra og bæta inn linkum...gaman að skoða :D

                                                                         |

Jæja...maður er bara beittur þrýstingi hérna...hmmm...

Allavega, ég var að horfa á nýjan þátt á Skjá 1, The Swan. Mikið er þetta sorglegt. Þarna voru tvær stúlkur sem höfðu ekkert sjálfsálit og héldu að þær gætu orðið hamingjusamar af því að fara í lýtaaðgerð. Til að gera langa sögu stutta komst önnur þeirra áfram til að taka þátt í fegurðasamkeppni sem verður í lok þáttaraðarinnar að mér skilst.

SKO!!! Það er mitt álit að ef þú getur ekki verið sátt/ur við sjálfa/n þig eins og þú ert í dag, þá verðuru það ALDREI, sama hversu oft þú ferð í fitusog og strekkingu, þú átt alltaf eftir að finna eitthvað að þér. Það sem skiptir miklu meira máli er innri styrkur, nokkuð sem þessar stúlkur skorti í miklum mæli.

Önnur stúlkan, sú sem komst áfram, átti kærasta sem var frekar leiðinlegur við hana, og faðir hennar var ekki til að ýta undir sjálfstraustið hennar. Ég efast um að þeir eigi eftir að breyta sinni framkomu í hennar garð mjög mikið, þrátt fyrir breytt útlit. Ef þeir geta ekki borið virðingu fyrir henni sem manneskju núna, þá eiga þeir ekki eftir að gera það seinna. Hugsanlega aðeins fyrst í stað, en svo þegar þeir eru búnir að venjast nýja útlitinu þá tekur það gamla við aftur.

Hennar eini möguleiki er að þroska sjálfa sig nógu mikið í gegn um þetta allt saman þannig að hún fái bein í nefið og kjark til að setja niður fótinn og láta ekki bjóða sér svona framkomu...vona að það gerist.

Annað, með svona þætti, mér finnast þeir stórhættulegir. Mig langar ekkert til að ala dóttur mína upp við það að allir VERÐI að líta óaðfinnanlega út, annars getir þeir ekki verið manneskjur sem hægt sé að virða og elska. Það er nógu erfitt að lifa í þessum heimi eins og hann er.

                                                                         |

2.16.2005

Smá breytingar í gangi...komið inn nýtt kommentakerfi þannig að nú getið þið ekki kvartað lengur yfir því að geta ekki kommentað hjá mér.

                                                                         |

Jæja...mikið er nú leiðinlegt í íslensku. Mér finnst líka tilgangslaust að vera að gera verkefni um stafsetningu þegar ég er í Háskóla og á að vera að læra sálfræði!!!!

Jæja...þetta var PIRRINGUR DAGSINS.

Annars á að vera grímuball um helgina...spurning um að skella sér???? Ef ég hef samvisku í að biðja foreldra mína aftur um pössun...veit það ekki alveg...sé til hvort ég nenni...

                                                                         |

2.15.2005

...þar sem tíminn fellur inn í sjálfan sig og enginn veit hvað af honum verður...

                                                                         |

2.14.2005

Í tilefni Valentínusardagsins...

Keep Him :-)



This guy's got marriage on the brain - and should propose soon…

That is, if you play your cards right. Keep doing what you're doing.

Marriage material guy doesn't like drama - or hot today, cold tomorrow relationships.

So keep it flowing peacefully, and you'll capture his heart.



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.

                                                                         |

2.13.2005

Vá...vildi að þetta væri satt... ;)







You Are Sensual Sexy


You exude a luxiourous sensuality in your everyday life
Turning heads every where you go, it's all about your sexy attitude.
You're naturally hot - gorgeous in both sweats and stilettos.
Your biggest problem is that your utra sexy self sometimes scares men away.



What Kind of Sexy Are You? Take This Quiz :-)



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



                                                                         |

2.10.2005

Þetta er nú bara fyndið!!!

                                                                         |

2.09.2005

Talandi um laugardaginn...það er partý heima hjá Karen...þið megið öll koma, hringið bara í mig ef þið vitið ekki hvar hún á heima...grímupartý rosa gaman :D

                                                                         |

Mig langar til að vera annarsstaðar en akkúrat hérna núna...ég er í íslensku...hélt að ég kynni hana og hefði lært alveg nóg um hana í gegn um tíðina...en jæja.

Ég vil minna alla þá sem eru með commentafælni að það er fundur á laugardaginn eftir hádegi...veitingar í boði.

                                                                         |

2.05.2005

Jæja, allt of langt síðan ég skrifaði síðast...TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HULDA BESTA SYSTIR Í ÖLLUM HEIMINUM. Sakna þín :D

Hmmm...hvað hefur gerst...nákvæmlega ekki neitt...

Ég er með æði fyrir fiðrildum í augnablikinu, keypti flotta fiðrildanælu og tvær fiðrildaspennur.

Vá, ég er sko djúp í dag!!

Ég er með hausverk og er að hugsa um að fara út að labba, langar samt meira til að fara að sofa.

Bless í bili...

Ps. Ég er með þvílíkt djúpar pælingar í gangi núna...þarf bara að hugsa aðeins betur um þetta áður en ég blogga...nenni því ekki strax samt.

                                                                         |

2.02.2005

PLATA DAGSINS

Hrekkjusvín - Lög unga fólksins

Klassík sem ég ólst upp við. Hér er gæðatónlist á ferðinni með snilldar textum. Alger skyldueign á mínu heimili.

                                                                         |
                                                                                                                                    Ocean, a Free Software Library of the World's Religious Literature