Viskubrunnur
4.29.2005
|4.27.2005
Ég datt í það!!! Sko á netinu...eða það er að segja ég skráði mig inn á myspace og festist þar í nokkra klukkutíma. Ég er strax komin með 7 vini...suma þeirra ansi áhugaverða. Einn af þeim er DaMightyFlo eða bara Flo eins og hann heitir. Hann er skiptinemi hérna í skólanum, austurrískur strákur í kennaranámi sem lifir fyrir reggae-tónlist og er DJ...aðrir eru t.d. Gabe og Amanda. Þau búa í Ástralíu, en Amanda er kanadísk og á íslenska forfeður...interesting fólk. Svo er það Mike, hann er bahá'í frá USA, Robert er enskur og býr á Íslandi og á íslenska kærustu og svo að lokum er það Cirese sem er nýflutt til landsins og vill kynnast Íslendingum.
Jahá...áhugavert allt saman...eins og restin af vikunni er búin að vera...
***
4.23.2005
Bara rétt að kíkja inn til að láta vita að ég er á lífi...bara á fullu að læra...næsta vika verður KLIKKUÐCRAZYRUGLINSANE (svo ég gorti nú aðeins af því hvað ég er góð í því að tjá mig)!!!!
4.20.2005
You Are 50% Normal (Somewhat Normal) |
While some of your behavior is quite normal... Other things you do are downright strange You've got a little of your freak going on But you mostly keep your weirdness to yourself |
4.18.2005
Má maður vera þreyttur!!! Jæja, ég skal þá blogga núna!
Hér er fullt að gera og auðvitað var dagmamman veik í dag. En það kom ekki að sök því mamma fór ekki að vinna fyrr en klukkan eitt svo ég gat farið í skólann. Þær komu svo og sóttu mig í hádeginu, Alexandra svona fín með gul sólgleraugu og voffann sem Amma Dísa gaf henni. Skutlaði ömmunni í vinnuna og Allý sofnaði í bílnum á meðan. Ég notaði tækifærið og sótti um vinnu á meðan og fékk á fimm mínútum :D
Já það er ekki að spyrja að því...ekki unnið síðan september 2003 (glöggir lesendur ættu að fatta afhverju) sem þýðir að ég hef ekki sótt um vinnu síðan í ágúst 2002!! En jæja, svona er þetta nú víst. Já, btw...ég byrja í vinnunni á föstudagsmorguninn og verð að vinna núna um helgina...við að skúra í Borgarbíói hjá þeim Sigga og Jóa.
Fór svo í ræktina í dag og stóð mig vel, kannski fullvel í bakæfingunum samt, verð að fara vel með bakið mitt :/
Anyways...vakna snemma á morgun og læra á fullu, próf á miðvikudaginn, fyrirlestur á föstudaginn (eftir vinnu), ritgerð á mánudaginn og fleira og fleira.
Jæja, best að hringja í kallinn og fara svo að sofa :)
*kyssogknús* til ykkar allra og góða nótt!
4.17.2005
|4.16.2005
Var að leika "matchmaking-queen" í vikunni, það bar árangur í nótt...say no more, you know who you are ;)
4.14.2005
Akkúrat þegar ég var gjörsamlega andlega búin að vera eftir verkefnavinnu síðustu daga var hringt í mig og mér boðið að koma á fyrirlestur um Upphaf Alheimsins. Fyrst var ég ekki alveg viss um að það væri á bætandi að hlusta á svona djúpar hugleiðingar...en eftir smá umhugsun ákvað ég að skella mér.
OG VÁ!!! Þvílík andleg upplyfting! Kannski trúið þið mér ekki, (kannski Keli ef þú hefur heyrt fyrirlesturinn hans Steina) en þetta var mjög skemmtilegt. Fyrirlesturinn fjallaði meðal annars um kvarka og toppkvarka, Einstein, Hawkins og Guð. Ég hef farið á þennan fyrirlestur einu sinni áður fyrir nokkrum árum og var svo uppnumin af honum að ég hef ekki getað hætt að hugsa um hann síðan. Allavega...ég bauð mig fram til að endurvinna glærurnar hans Steina, bæði til að gera honum greiða og svo ætla ég að vera lærimeistarinn hans í leiðinni :D
...og það er ekki að spyrja að því, ég kom svo rosalega endurnærð heim að ég get loks hellt mér af fullum krafti aftur í verkefnavinnuna...ekki seinna vænna að drífa af fyrirlesturinn í sálfræði fyrir morgundaginn.
Bless í bili elskurnar...
P.s. Vissuð þið að aðalmaðurinn bak við mismunandi leturgerðir hjá Microsoft, og hugsanlega eini Dr. í skrift í heiminum er íslenskur og heitir Gunnlaugur Briem?
4.13.2005
|Úff, ég þarf að drífa mig í að sækja um vinnu...er búin að vera á leiðinni að gera það frá því eftir áramót. Er þegar búin að senda inn eina umsókn á Húsasmiðjuna og er að fara í AB-búðina á eftir...hehe...ég að vinna í föndurbúð...hmmm...
Er annars komin með langan lista af stöðum sem ég ætla að reyna á, nú er bara að finna tíma í þetta, er að kafna í verkefnavinnu.
Btw. finnst ykkur að það geti verið fræðilegur möguleiki á að skrifa 1200-1800 orða ritgerð um þágufallssýki? En eignarfallsflótta? Ég er algerlega á móti þessu!! Er að hugsa um að segja við kennaran "MÉR langar ekki til að gera þetta!!"
Vá, síðasta færsla hafði önnur áhrif en ég átti von á....öll skeldýrin komu úr felum og kommentuðu!!! ...eða ég veit náttúrulega ekki hvort öll hafi látið sjá sig, en viðbrögðin voru stórkostleg!!
Ég get náttúrulega ekki verið annað en alsæl...lovjú dúllurnar mínar allar saman *kyss*...og líka ykkur sem kommentuðuð ekki en gerið það vanalega...og já, til þeirra sem liggja enn í leyni...ég mun finna ykkur!!!!
P.S. Það er enn séns á því að kommenta á síðustu færslu...
4.12.2005
|4.11.2005
Þetta er mjög áhugavert!!!
Það er ekki eins auðvelt og maður hélt að flokka fólk eftir kynþætti...minnir okkur á að við ættum ALDREI að dæma fólk eftir útlitinu.
4.09.2005
Þetta er fyndið:
Til sölu fallhlíf: Aðeins einusinni verið notuð. Aldrei opnuð. Pínu skítug.
Upplýsingar í síma 462-18xx
Tekið af Jóasíðu.
Annars er ég í skólanum að læra sálfræði...rosalega gaman en ég nenni bara ekki að glósa..........
Mikið er gaman að þurfa ekki að drekka til að skemmta sér. Fór með Helgu í bíó á In Good Company og svo fórum við á Ali sportbar að spila pool við Jóa og Sigga bíóstráka. Við skemmtum okkur konunglega og svo fór hver til síns heima...nema Siggi, hann fór á Kaffi Akureyri.
4.06.2005
Var á fyrirlestri í dag. Ég er að hugsa um að gerast Mentor á næstu önn :D
Jæja, áfram með íslenskuverkefnið!!!
4.05.2005
Afhverju er ekki til *fjarknúsari*? Stundum langar mann til að geta knúsað þá sem eru ekki hjá manni, en það er ekki hægt, eðli málsins samkvæmt. Ég myndi þá knúsa Andra minn á hverju kvöldi, Alexöndruna mína á daginn þegar hún er hjá dagmömmunni og oft og mörgum sinnum bestu systur í heimi sem býr í Danmörku (systur mína sko).
Akkúrat núna langar mig til að knúsa góðvin minn hann Kela :D Hann býr í Noregi, ásamt yndislegri konu og þremur yndislegrum dætrum (sem er líka gott að knúsa).
...þannig að ef þú lest þetta Keli, þá áttu inni knús frá mér!! Næst þegar við erum stödd í sama landi þá VERÐUM við að hittast, þetta gengur ekki :D
4.03.2005
Bara svona for the fun of it þá ætla ég að birta hér brot úr gamla blogginu mínu, skrifað fyrir 2 árum:
Jæja, komin út í horn eina ferðina enn. Ég býst við því að þá sé ekki mikið annað til í dæminu en að grafa í heilahvelin og reyna að vera gáfuleg í smá stund. En áður en ég fer að reyna það ætla ég að bulla eitthvað til að koma puttunum í gang. Ég var að skoða mbl.is áðan og sá þar frétt um fyndnasta brandara í heimi. Mér fannst hann ansi góður, en ef hann á að vera einn af fyndnustu bröndurum í heimi er ég svolítið svekkt. Mér hefði fundist að fyndnasti brandari í heimi eigi að vera svo fyndinn að maður fengi krampa í magann af því að heyra hann. En þar sem hann var víst valinn út frá því að hann gekk ofan í fólk út um allan heim, sama með hvaða menningarbakgrunn fólkið er. Þetta segir mér bara það að veröldin er full af kvikindum og illkvittnum vitleysingum. Ég ætti nú samt ekki að vera mikið að tjá mig um húmor, ég er víst með mjög lélegan húmor, eða það hef ég allavega heyrt. Mig langar endilega að láta flakka nokkra brandara sem mér finnast fyndnir, máli mínu til stuðnings:
Man goes to the doc, with a strawberry growing out of his head.
Doc says "I'll give you some cream to put on it."
--------------------------------------------------------------------
"Doc, I can't stop singing the green green grass of home."
"That sounds like Tom Jones syndrome. "
"Is it common? "
"It's not unusual."
--------------------------------------------------------------------
A guy walks into the psychiatrist wearing only clingfilm for shorts.
The shrink says, "Well, I can clearly see you're nuts."
--------------------------------------------------------------------
A man takes his Rottweiler to the vet. "My dog's cross-eyed, is there
anything you can do for him? "
"Well," says the vet, "let's have a look at him" So he picks the dog
up and examines his eyes, then checks his teeth. Finally, he says
"I'm going to have to put him down."
"What? Because he's cross-eyed? "
"No, because he's really heavy"
-------------------------------------------------------------
So I went to the dentist.
He said "Say Aaah."
I said "Why?"
He said "My dog's died.'"
--------------------------------------------------------------------
"So I got home, and the phone was ringing. I picked it up, and said
'Who's speaking please?'
And a voice said 'You are.'"
---------------------------------------------------------------------
"So I rang up my local swimming baths. I said 'Is that the local
swimming baths?'
He said 'It depends where you're calling from.'"
---------------------------------------------------------------------
"So I rang up a local building firm, I said 'I want a skip outside my
house.'
He said 'I'm not stopping you.'
---------------------------------------------------------------------
Apparently, 1 in 5 people in the world are Chinese. And there are 5 people
in my family, so it must be one of them. It's either my mum or my dad. Or
my older brother Colin. Or my younger brother Ho-Cha-Chu. But I think it's
Colin.
---------------------------------------------------------------------
Two fat blokes in a pub, one says to the other "your round."
The other one says "so are you, you fat bast**d!"
---------------------------------------------------------------------
Two cannibals eating a clown. One says to the other "Does this taste funny
to you?"
-------------------------------------------------------------------
Police arrested two kids yesterday, one was drinking battery acid, the other was eating fireworks. They charged one and let the other one off.
---------------------------------------------------------------------
A man walked into the doctors, The doctor said " I haven't seen you in a
long time" The man replied "I know I've been ill"
---------------------------------------------------------------------
A man walked into the doctors, he said "I've hurt my arm in several places"
The doctor said "well don't go there any more"
-------------------------------------------------------------------
I had a ploughman's lunch the other day.
He wasn't very happy.
--------------------------------------------------------------------
I went to buy some camouflage trousers the other day but I couldn't find
any.
Æðislegt veður, allt á kafi í snjó, heiðskýr himininn og á pallinum er 20° hiti. Ég elska svona veður.
4.01.2005
Til að verða við óskum aðdáenda eru hér skylduskrifin, þ.e. hvernig páskarnir voru í Sódómu.
Við mæðgur keyrðum suður með tengdó á föstudeginum fyrir páska. Andri tók auðvitað vel á móti okkur eins og vanalega...og til að gera langa sögu stutta þá fóru páskarnir að mestu í það að snúllast með stubbulínu, knúsa kallinn og hitta fólk. Því miður náði ég þó ekki að hitta alla sem ég ætlaði að hitta, eins og t.d. Dísu og Petu.
Við fórum í Húsdýragarðinn með Alexöndru og hún var alveg heilluð, stundi upp öllum þeim dýrahljóðum sem hún kunni og var almennt bara ánægð með ferðina.
Andri stjanaði við okkur, eldaði mat á hverju kvöldi, fyrir utan kvöldið þegar hann reddaði pössun og bauð mér út að borða :D Það kvöld fékk ég afmælisgjöfina mína (ég á afmæli í júní) sem var glæsilegur hringur í stíl við hálsmenið og eyrnalokkana sem ég fékk í jólagjöf frá honum.
Sem sagt í stuttu máli: Þetta var yndislegur tími og við mæðgur komum endurnærðar á sál og líkama heim.
Ég fékk uppljómun í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa. Alltaf þegar það gerist þá get ég ekki sofnað fyrr en ég er búin að koma því frá mér sem ég er að hugsa um. Þannig að ég tók upp blað og penna og byrjaði að skrifa. Hér er afraksturinn:
HVAÐ ER GUÐ?
Byrjaðu á að hreinsa huga þinn af þeirri hugmynd að Guð sé persóna. Byrjaðu með autt blað. Leiddu svo hugann að því að við fyrstu sýn virðist maðurinn æðsta afl á jörðinni, því þvílíkri þekkingu og valdi býr engin önnur skepna yfir. En skoðaðu svo aðeins betur. Það er til afl sem er æðra og sterkara en nokkurn tíma maðurinn. Það er náttúruaflið (force of nature). Við fæðumst inn í þennan heim og deyjum frá honum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við getum á einu andartaki misst allt okkar og staðið uppi slypp og snauð, t.d. af völdum náttúruhamfara. Allt eins getum við auðgast á andartaki, ef náttúrunni þóknast svo, olíulindir eða eðalsteinar gætu fallið okkur í skaut ef við bara eigum landareign á réttum stað. Af þessu má sjá að náttúruaflið er mikið sterkara og öflugra en mannskepnan. Við erum aðeins þrælar þessa húsbónda okkar; okkar líf er háð dyntum þess. Það má vel vera að við lifum í allsnægtum, en ólin er þarna til staðar eftir sem áður og húsbóndi okkar þarf ekki nema að kippa aðeins í hana til að sýna vald sitt.
Hugsaðu þér svo ástina. Hvað er ást? Frumeindir og ferómón? Eða andlegur skyldleiki, aðdáun og virðing komin saman? Eða hugsanlega allt þetta og eitthvað meira sem erfitt er að koma fingri á?
Taktu þessi tvö öfl (náttúruaflið og ástina) og settu þau saman og þá ertu kominn með vísi að hugmynd um það hvað Guð er. Bættu svo við óendanleika og elífri visku og þú hefur færst hálfu skrefi nær.